Sport

Gunnar og Jouban ræddu taktík á barnum

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Menn berjast í búrinu en ekki fyrir utan það.
Menn berjast í búrinu en ekki fyrir utan það. mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttir

Þó hart sé barist í búrinu í blönduðum bardagaíþróttum er jafnan engin illska milli manna eftir bardaga líkt og samskipti Gunnars Nelson og Alan Jouban í nótt sýna.

Gunnar hengdi Jouban á eftirminnilegan máta en eftir bardagann settust þeir niður á barnum og ræddu taktík og virðingu á milli andstæðinga.

Jouban birti í kjölfarið þessa flottu mynd af þeim félögum á Instagram síðu sinni þar sem hann lofar því að hann muni snúa aftur.
Fleiri fréttir

Sjá meira