Enski boltinn

Carragher væntanlegur til landsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Carragher er næstleikjahæsti leikmaður í sögu Liverpool.
Carragher er næstleikjahæsti leikmaður í sögu Liverpool. vísir/getty

Jamie Carragher verður heiðursgestur á árshátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi eftir rúma tvo mánuði. Þetta kemur fram á heimasíðu Liverpoolklúbbsins.

Carragher er mikil goðsögn hjá stuðningsmönnum Liverpool. Hann lék 737 leiki fyrir Liverpool á árunum 1997-2013 og er næstleikjahæsti leikmaður í sögu félagsins.

Carragher varð tvívegis ensku bikarmeistari með Liverpool, auk þess að vinna Meistaradeild Evrópu, UEFA bikarinn og enska deildarbikarinn þrisvar sinnum.

Eftir að Carragher lagði skóna á hilluna 2013 hefur hann getið sér gott orð sem sparkspekingur á Sky Sports.

Árshátíð Liverpoolklúbbsins verður haldin í Kórnum miðvikudaginn 24. maí næstkomandi. Stefnt er að því að hefja miðasölu á miðvikudaginn í þessari viku (22. mars).
Fleiri fréttir

Sjá meira