Enski boltinn

Carragher væntanlegur til landsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Carragher er næstleikjahæsti leikmaður í sögu Liverpool.
Carragher er næstleikjahæsti leikmaður í sögu Liverpool. vísir/getty

Jamie Carragher verður heiðursgestur á árshátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi eftir rúma tvo mánuði. Þetta kemur fram á heimasíðu Liverpoolklúbbsins.

Carragher er mikil goðsögn hjá stuðningsmönnum Liverpool. Hann lék 737 leiki fyrir Liverpool á árunum 1997-2013 og er næstleikjahæsti leikmaður í sögu félagsins.

Carragher varð tvívegis ensku bikarmeistari með Liverpool, auk þess að vinna Meistaradeild Evrópu, UEFA bikarinn og enska deildarbikarinn þrisvar sinnum.

Eftir að Carragher lagði skóna á hilluna 2013 hefur hann getið sér gott orð sem sparkspekingur á Sky Sports.

Árshátíð Liverpoolklúbbsins verður haldin í Kórnum miðvikudaginn 24. maí næstkomandi. Stefnt er að því að hefja miðasölu á miðvikudaginn í þessari viku (22. mars).Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira