Handbolti

Úrslitakeppnisvon Aarhus lifir

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Róbert Gunnarsson er í flottu formi í Danmörku.
Róbert Gunnarsson er í flottu formi í Danmörku. vísir/epa

Skoruð voru 11 íslensk mörk þegar Aarhus lagði Midtjylland 26-21 á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Róbert Gunnarsson skoraði 5 mörk fyrir Aarhus og Ómar Ingi Magnússon og Sigvaldi Guðjónsson skoruðu 3 mörk hvor.

Aarhus var 12-11 yfir í hálfleik og var jafnræði með liðunum framan af seinni hálfleik eða allt þar til heimamenn stungu af er leið á hálfleikinn.

Með sigrinum komst Aarhus upp fyrir Midtjylland í 9. sæti deildarinnar og er nú stigi frá áttunda sætinu sem gefur sæti í úrslitakeppninni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira