Handbolti

Úrslitakeppnisvon Aarhus lifir

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Róbert Gunnarsson er í flottu formi í Danmörku.
Róbert Gunnarsson er í flottu formi í Danmörku. vísir/epa

Skoruð voru 11 íslensk mörk þegar Aarhus lagði Midtjylland 26-21 á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Róbert Gunnarsson skoraði 5 mörk fyrir Aarhus og Ómar Ingi Magnússon og Sigvaldi Guðjónsson skoruðu 3 mörk hvor.

Aarhus var 12-11 yfir í hálfleik og var jafnræði með liðunum framan af seinni hálfleik eða allt þar til heimamenn stungu af er leið á hálfleikinn.

Með sigrinum komst Aarhus upp fyrir Midtjylland í 9. sæti deildarinnar og er nú stigi frá áttunda sætinu sem gefur sæti í úrslitakeppninni.Fleiri fréttir

Sjá meira