Sport

Hrafnhildur og Eygló náðu lágmörkum fyrir HM í Búdapest

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Hrafnhildur er alltaf líkleg til afreka þegar hún stingur sér til sunds.
Hrafnhildur er alltaf líkleg til afreka þegar hún stingur sér til sunds. vísir/getty
Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir náði í dag lágmörkum fyrir heimsmeistaramótið í sundi í Búdapest í sumar.

Keppt var á árlegu sH-Ásvallamótinu nú um helgina og voru sunddrottningarnar í miklu stuði.

Hrafnhildur náði lágmörkum fyrir HM í 50 og 100 metra bringusundi og Eygló Ósk í 50, 100 og 200 metra baksundi.

Brynjólfur Karlsson náði lágmarki í 100 metra baksundi fyrir Norðurlandameistaramót Æskunnar sem haldið verður í Færeyjum í sumar.

Hrafnhildur náði bestum árangri mótsins fyrir 50 metra bringusund (815 FINA stig) en Eygló Ósk fékk 808 stig fyrir 200 metra baksundið. Í karlaflokki náði Davíð Hildiberg Aðalsteinsson bestum árangri fyrir 50 metra flugsund (695 stig).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×