Fótbolti

Atletico nartar í hæla Sevilla

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Godin vel sáttur við markið sitt.
Godin vel sáttur við markið sitt. vísir/getty

Atletico Madrid lagði Sevilla 3-1 í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag á heimavelli.

Atletico er því aðeins tveimur stigum á eftir Sevilla sem er í þriðja sæti deildarinnar.

Sevilla hefur misst flugið í titilbaráttunni og er nú átta stigum á eftir Real Madrid sem á auk þess leik til góða.

Diego Godin skoraði fyrsta markið á 37. mínútu eftir sendingu Antoine Griezmann en Griezmann var sjálfur á ferðinni á 61. mínútu.

Koke gulltryggði sigur Atletico á 77. mínútu og því kom ekki að sök þó Joaquin Correa skoraði fyrir Sevilla þegar fimm mínútur voru til leiksloka.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira