Fótbolti

Atletico nartar í hæla Sevilla

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Godin vel sáttur við markið sitt.
Godin vel sáttur við markið sitt. vísir/getty

Atletico Madrid lagði Sevilla 3-1 í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag á heimavelli.

Atletico er því aðeins tveimur stigum á eftir Sevilla sem er í þriðja sæti deildarinnar.

Sevilla hefur misst flugið í titilbaráttunni og er nú átta stigum á eftir Real Madrid sem á auk þess leik til góða.

Diego Godin skoraði fyrsta markið á 37. mínútu eftir sendingu Antoine Griezmann en Griezmann var sjálfur á ferðinni á 61. mínútu.

Koke gulltryggði sigur Atletico á 77. mínútu og því kom ekki að sök þó Joaquin Correa skoraði fyrir Sevilla þegar fimm mínútur voru til leiksloka.
Fleiri fréttir

Sjá meira