Innlent

Örorkulífeyrisþegum ætlað að framleyta sér á tekjum sem eru langt undir neysluviðmiðum

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
vísir/anton brink
Lífeyrisþegar greiða hærra hlutfall ráðstöfunartekna sinni til húsaleigu en áður og örorkulífeyrisþegum er ætlað að framfleyta sér á tekjum sem eru langt undir neysluviðmiðum Velferðarráðuneytisins. Ofan á það bætist skerðing húsnæðisbóta vegna skattskyldra tekna. Velferðarráðherra segir málið til skoðunar hjá ráðuneytinu.

Formaður Öryrkjabandalagsins var harðorð í garð síðustu ríkisstjórnar og nýrra húsnæðisbóta sem tóku gildi um áramót þegar lög um húsaleigubætur voru lög niður. En fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að einstaklingum, sem búa við örorku er nánast gert ókleift að koma sér upp húsnæði.

Með breytingunum á lögunum fóru skattskyldar tekjur að teljast til tekna við útreikning húsnæðisbóta. Hlutfall öryrkja og langveikra á leigumarkað hefur aukist mikið frá árinu 2004 þegar þeir voru tæp 26%. Árið 2015 var þetta hlutfall komið í tæp 37%.

Ef miðað er við einn einstakling á heimili byrja greiðslur húsnæðisbóta að skerðast við rúmlega 258 þúsund krónur á mánuði en falla niður við tæplega 323 þúsund krónur á mánuði. Miðast þetta við tekjur fyrir skatt. Fjölgi heimilismönnum hækka viðmiðin.

Tökum eitt dæmi. Örorkulífeyrisþegi sem býr einn með óskertan örorkulífeyri og uppbót til reksturs bifreiðar vegna hreyfihömlunar er með tæpar 296 þúsund krónur í tekjur á mánuði fyrir skatt. Uppbótin vegna bifreiðarinnar eru tæpar 16 þúsund krónur, fyrir skatt en þær skerða húsnæðisstuðninginn. Skattur og skerðing eru rúmar 14 þúsund krónur og því heldur lífeyrisþeginn eftir rúmum 1600 krónum.

Sama gildir um uppbætur á lífeyri sem greiddar eru vegna lyfjakaupa, kaupa á heyrnartækjum og fleiru, en allar skattskyldar tekjur skerða húsnæðisstuðninginn. Markmið breytinganna á lögunum um húsaleigubætur um áramótin voru að lækka greiðslubyrði vegna húsnæðiskostnaðar hjá þeim sem eru á annan hátt ekki færir um að sjá sér fyrir húsnæði eða eru með íþyngjandi húsnæðiskostnað.

Breytingin á lögunum hafði hins vegar þver öfug áhrif. Í dag eru ófæ dæmi þar sem lífeyrislegar eru að greiða 60% eða meira af ráðstöfunartekjum sínum í leigu. Velferðarráðherra segir málið til skoðunar í ráðuneytinu.

„Í meðförum þingsins síðast liðið haust að þá voru grunnfjárhæðir lífeyriskerfisins hækkaðar meira en upphaflega hafði verið gert ráð fyrir og þýðir í raun og vera að frítekjumörkin hefðu þurft að hækka til samræmis en það virðist hafa gleymst í meðförum þingsins og það er þáttur sem við erum að láta skoða í ráðuneytinu núna og kostnaðarmeta hvað þurfi að bæta í raun og veru í til þess að geta tryggt að lífeyrisþegar á grunnlífeyri njóti fullra húsnæðisbóta,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.

Ljóst er að þeir verst settu geta ekki búið við skerðingu til langs tíma.

„Við erum að bíða eftir tölum frá Tryggingastofnun um hvað þetta myndi kosta og ég reikna með í framhaldinu munum við setjast niður með fjármálaráðuneytinu og finna leið til þess að tryggja það að það sé hægt að grípa til þessara hækkana strax,“ sagði Þorsteinn


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×