Handbolti

Öruggur sigur Hauka á botnliðinu

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Adam Haukur var í miklu stuði í dag.
Adam Haukur var í miklu stuði í dag. vísir/anton

Haukar unnu öruggan sigur á Akeyri 34-20 á heimavelli í Olís-deild karla í handbolta. Haukar voru 18-9 yfir í hálfleik.

Haukar lögðu grunninn að sigrinum með því að skora sjö síðustu mörk fyrri hálfleiks og varð leikurinn aldrei spennandi í seinni hálfleik.

Haukar eru í efsta sæti deildarinnar með 33 stig, fjórum meira en FH og ÍBV sem eiga leik til góða.

Akureyri er í neðsta sæti deildarinnar með 17 stig þegar liðið á aðeins þrjá leiki eftir í deildinni.

Adam Haukur Baumruk var markahæstur fyrir Hauka með 7 mörk en 12 leikmenn skoruðu fyrir Íslandsmeistarana. Brynjar Hólm Grétarsson skoraði 6 mörk fyrir Akureyri.

Upplýsingar um markaskor og gang leiksins voru fengnar af mbl.is.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira