Fótbolti

Kjartan Henry á skotskónum í Danmörku

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Kjartan Henry skoraði mark Horsens.
Kjartan Henry skoraði mark Horsens. mynd/twitter-síða horsens

Fjölmargir íslenskir knattspyrnumenn voru í eldlínunni í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Kjartan Henry Finnbogason skoraði mark Horsens sem gerði 1-1 jafntefli við Esbjerg á útivelli.

Kjartan Henry kom liði sínu yfir á 82. mínútu, níu mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður. Elfar Freyr Helgason lék allan leikinn fyrir Horsens og Guðlaugur victor Pálsson sömuleiðis fyrir Esbjerg.

Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn í vörn Bröndby sem lagði Lyngby 3-2 á heimavelli. Hallgrímur Jónsson byrjaði á bekknum hjá Lyngby en kom inn á strax á þriðju mínútu.

Rúnar Alex Rúnarsson varði mark Nordsjælland sem lagði Midtjylland 2-1 á útivelli.

Hannes Þór Halldórsson var í marki Randers sem tapaði 1-0 fyrir SönderjyskE á útivelli. Ólafur Helgi Kristjánsson þjálfar lið Randers.

Björn Daníel Sverrisson fór meiddur af leikvelli á 8. mínútu þegar AGF tapaði 2-1 á heimavelli gegn OB. Theodór Elmar Bjarnason lék fyrstu 76 mínúturnar fyrir AGF.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira