Fótbolti

Forysta Bayern komin í 13 stig

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Thomas Müller tryggði FC Bayern sigurinn.
Thomas Müller tryggði FC Bayern sigurinn. vísir/getty

Bayern München lagði Borussia M`Gladbach 1-0 á útivelli í þýsku bundesligunni í dag.

Thomas Müller skoraði sigurmarkið á 63. mínútu.

Bayern er nú með 62 stig á toppi deildarinnar, þrettán stigum á undan RB Leipzig sem tapaði í gær.

Þetta var fjórði sigur Bayern í deildinni í röð og fátt sem getur komið í veg fyrir að liðið verji titilinn þrátt fyrir að enn séu níu umferðir eftir af deildinni.

Gladbach er í 10. sæti deildarinnar með 32 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira