Enski boltinn

Milner: Getum ekki verið vonsviknir með stig

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Milner rétt áður en Sky gómaði hann í viðtal.
Milner rétt áður en Sky gómaði hann í viðtal. vísir/getty

James Milner markaskorari Liverpool segist ekki geta verið vonsvikinn með stig gegn sterku liði Manchester City.

„Bæði lið reyndu allt hvað þau gátu. Ég er viss um að þetta var góður leikur fyrir hlutlausa á að horfa,“ sagði Milner.

„Það er alltaf vonbrigði að fá ekki öll stigin þegar þú kemst yfir en jafntefli var sanngjörn úrslit.

„Þeir eru með svo gott lið. Það er hlaupageta úr öllum stöðum og allir eru á tánum. Hingað er ekki auðvelt að koma. Við getum ekki verið of vonsviknir með stig,“ sagði Milner eftir leikinn í dag.

Milner var að lokum spurður út í atvik í fyrri hálfleik þar sem hann virtist brjóta á Raheem Sterling leikmanni Manchester City í vítateig Liverpool.

„Þetta var 50-50. Þetta var eitt af þeim sem stundum er dæmt á. Blessunarlega fyrir mig var það ekki gert.“
Fleiri fréttir

Sjá meira