Fótbolti

Jón Guðni og Alfons komnir í bikarúrslit

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Jón Guðni í leik með Norrköping.
Jón Guðni í leik með Norrköping. mynd/norrköping

Jón Guðni Fjóluson skoraði fyrsta mark Norrköping sem lagði Brommapojkarna í undanúrslitum sænsku bikarkeppninnar í fótbolta 4-0 í dag.

Jón Guðni skoraði á 20. mínútu en staðan í hálfleik var 2-0. Staðan var orðin 4-0 þegar Jón Guðni var tekinn af leikvelli á 70. mínútu.

Alfons Sampsted kom inn á sem varamaður í liði Norrköping á 78. mínútu. Guðmundur Þórarinsson lék ekki með liðinu í dag.

Norrköping mætir Östersunds í úrslitaleiknum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira