Fótbolti

Jón Guðni og Alfons komnir í bikarúrslit

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Jón Guðni í leik með Norrköping.
Jón Guðni í leik með Norrköping. mynd/norrköping

Jón Guðni Fjóluson skoraði fyrsta mark Norrköping sem lagði Brommapojkarna í undanúrslitum sænsku bikarkeppninnar í fótbolta 4-0 í dag.

Jón Guðni skoraði á 20. mínútu en staðan í hálfleik var 2-0. Staðan var orðin 4-0 þegar Jón Guðni var tekinn af leikvelli á 70. mínútu.

Alfons Sampsted kom inn á sem varamaður í liði Norrköping á 78. mínútu. Guðmundur Þórarinsson lék ekki með liðinu í dag.

Norrköping mætir Östersunds í úrslitaleiknum.
Fleiri fréttir

Sjá meira