Þetta græða Kardashian systurnar á einni Instagram mynd

19. mars 2017
skrifar

Það fer ekkert á milli mála að það er nóg til hjá Kardashian fjölskyldunni. Systurnar afla sér inn tekna á nokkra vegu en einn sá stærsti er í gegnum Instagram. Ótrúlegt en satt þá fá þær borgað fyrir mikið af myndunum sem þær birta á samfélagsmiðlinum og fá mjög háar upphæðir fyrir. 

Sum fyrirtæki borga Kim Kardashian 500.000 dollara til þess að fá hana til að auglýsa fyrir 95 milljónum fylgjenda sinna. Það eru 54 milljónir króna. Khloe og Kourtney fá allt að 250.000 dollara fyrir myndirnar þeirra, eða um 27 milljónir króna. 

Yngstu systurnar Kendall og Kylie sem eru með 76 og 89 milljónir fylgjenda fá allt að 400.000 dollara en það eru 43 milljónir íslenskra króna. 

Þetta er haft eftir fyrirtækinu Talent Resources sem sér meðal annars um að tengja systurnar við fyrirtæki sem eru tilbúnar að borga fyrir instagram myndir frá þeim. 

Áhrif Kardashian systranna og auglýsinga þeirra á Instagram stendur ekki á sér. Allt sem þær birta á síðum sínum selst upp á nokkrum mínútum og því greinilegt að auglýsendur séu að fá mikið fyrir peninginn.