Fótbolti

Buffon kominn með flestar mínútur í búningi Juventus

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Buffon hefur séð marga leikmenn koma og fara á tíma sínum hjá Juventus.
Buffon hefur séð marga leikmenn koma og fara á tíma sínum hjá Juventus. vísir/getty

Enginn hefur leikið fleiri mínútur fyrir Juventus í efstu deild en markvörðurinn Gianluigi Buffon.

Þegar dómarinn flautaði leik Sampdoria og Juventus af í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag var Buffon kominn með 39.681 mínútu í búningi Juventus í deildinni. Það er meira en nokkur annar leikmaður þessa mikla stórveldis.

Buffon gekk til liðs við Juventus frá Parma árið 2001 og hafa meiðsli ekki haldið honum oft utan vallar á árunum 16 fyrir félagið.

Það sem helst setti strik í reikninginn var árið 2006-7 þegar Juventus lék í B-deildinni eftir að hafa verið dæmt niður um deild.

Það styttist í að Buffon leiki 500. leik sinn fyrir félagið og allt bendir til þess að hann hampi ítalska meistaratitlinum í áttunda sinn í vor.
Fleiri fréttir

Sjá meira