Körfubolti

Stjarnan marði Hauka í endurkomu Helenu

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Helena var með 16 stig og sjö fráköst í sínum fyrsta leik í vetur.
Helena var með 16 stig og sjö fráköst í sínum fyrsta leik í vetur. vísir/ernir
Stjarnan lagði Hauka 71-69 á útivelli í síðasta leik 27. umferðar Dominos-deildar kvenna í körfubolta í kvöld.

Þó ein umferð var eftir hafði leikurinn enga þýðingu því Stjarnan hafði þegar tryggt sér fjórða sæti deildarinnar og mætir deildarmeisturum Snæfells í undanúrslitum deildarinnar.

Helena Sverrisdóttir snéri aftur í lið Hauka eftir barneignarfrí og lét finna vel fyrir sér með 16 stigum og 7 fráköstum. Það ætti að gleðja Hauka mikið og lofa góðu fyrir næstu leiktíð.

Haukar eru í næst neðsta sæti deildarinnar og ljúka leik þar. Alla tölfræði úr leiknum má finna hér að neðan.

Haukar-Stjarnan 69-71 (18-18, 9-8, 15-22, 27-23)

Haukar: Nashika Wiliams 19/10 fráköst, Helena Sverrisdóttir 16/7 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 9, Dýrfinna Arnardóttir 7/9 fráköst, Anna Lóa Óskarsdóttir 7/6 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 5/6 stoðsendingar, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 4/4 fráköst, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 2.

Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 37/5 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir/3 varin skot, María Lind Sigurðardóttir 10/8 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 10/4 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 6/4 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 4/7 fráköst, Jenný Harðardóttir 4/4 fráköst, Jónína Þórdís Karlssdóttir 0/6 fráköst.

Dómarar: Halldor Geir Jensson, Jakob Árni Ísleifsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×