Körfubolti

Stjarnan marði Hauka í endurkomu Helenu

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Helena var með 16 stig og sjö fráköst í sínum fyrsta leik í vetur.
Helena var með 16 stig og sjö fráköst í sínum fyrsta leik í vetur. vísir/ernir

Stjarnan lagði Hauka 71-69 á útivelli í síðasta leik 27. umferðar Dominos-deildar kvenna í körfubolta í kvöld.

Þó ein umferð var eftir hafði leikurinn enga þýðingu því Stjarnan hafði þegar tryggt sér fjórða sæti deildarinnar og mætir deildarmeisturum Snæfells í undanúrslitum deildarinnar.

Helena Sverrisdóttir snéri aftur í lið Hauka eftir barneignarfrí og lét finna vel fyrir sér með 16 stigum og 7 fráköstum. Það ætti að gleðja Hauka mikið og lofa góðu fyrir næstu leiktíð.

Haukar eru í næst neðsta sæti deildarinnar og ljúka leik þar. Alla tölfræði úr leiknum má finna hér að neðan.

Haukar-Stjarnan 69-71 (18-18, 9-8, 15-22, 27-23)

Haukar: Nashika Wiliams 19/10 fráköst, Helena Sverrisdóttir 16/7 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 9, Dýrfinna Arnardóttir 7/9 fráköst, Anna Lóa Óskarsdóttir 7/6 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 5/6 stoðsendingar, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 4/4 fráköst, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 2.

Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 37/5 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir/3 varin skot, María Lind Sigurðardóttir 10/8 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 10/4 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 6/4 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 4/7 fráköst, Jenný Harðardóttir 4/4 fráköst, Jónína Þórdís Karlssdóttir 0/6 fráköst.

Dómarar: Halldor Geir Jensson, Jakob Árni ÍsleifssonAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira