Innlent

Toyota Corolla á risa, risa dekkjum

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar

Menn láta sér ekki leiðast í sveitinni þegar bílar eru annars vegar. Á bænum Kolsholti í Flóa hafa tveir bændur tekið sig til og sett vörubíladekk undir gamla Toyotu Corollu svo þeir geti leikið sér á vegslóðum við bæinn og fengið þannig útrás fyrir bíladellunni.

Í Kolsholti er rekið blandað bú en þar er líka bílaverkstæði rekið af þeim Sigmari Erni og Kristni Matthíasi. Þeir gerðu myndband fyrir þorrablót í sveitinni í vetur þar sem þeir settu risa vörubíladekk undir þessa Toyotu Corollu, sennilega árgerð 1992. Myndbandið vakti mikla athygli. Strákarnir skella dekkjunum af og til undir bílinn og leika sér á honum á jörðinni. Þarna fá þeir útrás fyrir bíladellunni og karlmennskunni þegar bílar eru annars vegar.

Strákarnir segja að Toyotan standi alltaf fyrir sínu og að hún sómi sér vel með stóru dekkjunum, enda fer hún létt með alla hóla og hæðir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira