Lífið

Sýna hvernig kona hefði brugðist við truflun í miðju viðtali

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Samkvæmt þessu atriði hefði kona brugðist öðruvísi við.
Samkvæmt þessu atriði hefði kona brugðist öðruvísi við. Vísir/Skjáskot

Ný-sjálenski gamanþátturinn Jono and Ben hefur gefið út sína eigin útgáfu af atvikinu þegar börn trufluðu viðtal við prófessor í beinni á BBC fréttarásinni.

Um var að ræða atvik sem hlaut mikla athygli en viðtalið fór fram í gegnum Skype eins og gengur og gerist en varð stórkostlega fyndið þegar börn viðmælandans ruddust óvænt inn í herbergið.

Sjá einnig: Hélt ró sinni eftir að börnin gengu inn í herbergið í beinni á BBC

Í umræddum gamanþætti er viðtalið endurleikið, með þeirri breytingu þó að í stað þess að viðmælandinn sé karl, að þá er viðmælandinn kona.

Sjón er sögu ríkari.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira