Lífið

Sýna hvernig kona hefði brugðist við truflun í miðju viðtali

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Samkvæmt þessu atriði hefði kona brugðist öðruvísi við.
Samkvæmt þessu atriði hefði kona brugðist öðruvísi við. Vísir/Skjáskot
Ný-sjálenski gamanþátturinn Jono and Ben hefur gefið út sína eigin útgáfu af atvikinu þegar börn trufluðu viðtal við prófessor í beinni á BBC fréttarásinni.

Um var að ræða atvik sem hlaut mikla athygli en viðtalið fór fram í gegnum Skype eins og gengur og gerist en varð stórkostlega fyndið þegar börn viðmælandans ruddust óvænt inn í herbergið.

Sjá einnig: Hélt ró sinni eftir að börnin gengu inn í herbergið í beinni á BBC

Í umræddum gamanþætti er viðtalið endurleikið, með þeirri breytingu þó að í stað þess að viðmælandinn sé karl, að þá er viðmælandinn kona.

Sjón er sögu ríkari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×