Viðskipti erlent

Milljarður tíma á YouTube

Susan Wojcicki, framkvæmdastjóri YouTube, í gær þegar fyrirtækið kynnti ýmsar nýjungar.
Susan Wojcicki, framkvæmdastjóri YouTube, í gær þegar fyrirtækið kynnti ýmsar nýjungar. vísir/getty

Mannkyn horfir nú á myndbönd á myndbandaveitunni YouTube í samtals einn milljarð klukkustunda dag hvern. Jafngildir það nærri átta og hálfri mínútu á mann. Þetta kemur fram í bloggfærslu YouTube sem birtist í gær.

„Leyfið okkur að setja þetta í samhengi. Ef þú myndir setjast niður og horfa á YouTube í milljarð klukkustunda myndi það taka þig meira en hundrað þúsund ár. Fyrir hundrað þúsund árum bjuggu forfeður okkar til verkfæri úr steinum og fluttust frá Afríku á meðan loðfílar ráfuðu um jörðina,“ segir í bloggfærslunni.

Þá segir að vöxt í áhorfi megi rekja til gervigreindar sem stingi upp á því hvaða myndband notendur ættu að horfa á næst. Sú tækni var kynnt til sögunnar árið 2012. Síðan þá hefur daglegt áhorf tífaldast. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira