Viðskipti innlent

Helgi seldi bréf í N1

Haraldur Guðmundsson skrifar
Helgi Magnússon, ?fjárfestir
Helgi Magnússon, ?fjárfestir
Fjárfestingarfélagið Hofgarðar, í eigu Helga Magnússonar fyrrverandi formanns Samtaka iðnaðarins og stjórnarmanns í N1, seldi í gær þrjár milljónir hluta í olíufélaginu. Félagið seldi á genginu 133 krónur á hlut og fékk því 399 milljónir króna fyrir bréfin.

Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs N1, seldi fyrr um daginn bréf í félaginu fyrir rúmar 7,5 milljónir. Á fimmtudag var tilkynnt til Kauphallar Íslands að Helgafell, eignarhaldsfélag í eigu Bjargar Fenger, eiginkonu Jóns Sigurðssonar stjórnarmanns í N1, hefði selt bréf í félaginu fyrir 540 milljónir.

Fréttin birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×