Körfubolti

Myndi fara í sturtu hinum megin við götuna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stoudemire í leik með Hapoel.
Stoudemire í leik með Hapoel. vísir/getty

Fyrrum NBA-stjarnan Amar'e Stoudemire segir að ef hann væri í liði með homma myndi hann leggja ýmislegt á sig til þess að forðast hann.

„Ég myndi fara í sturtu hinum megin við götuna. Hafa fötin mín klár þar. Ég myndi líka fara aðra leið í líkamsræktina en hann,“ sagði Stoudemire en blaðamaðurinn sem tók viðtalið var svo hissa á þessu svari að hann spurði leikmanninn að því hvort hann væri að grínast?

„Það er alltaf sannleikur í öllum bröndurum.“

Stoudemire er að spila með Hapoel Jerusalem í ísraelska boltanum. Aðrir liðsfélagar hans sögðust ekki hafa neitt á móti því að spila með samkynhneigðum leikmanni.

Er Stoudemire spilaði fyrir NY Knicks var hann sektaður um milljónir fyrir að tala niðrandi um samkynhneigða.Fleiri fréttir

Sjá meira