Innlent

Vilja meiri þjónustu við flóttamenn, aukið úrval af grænmetismat, geðfræðslu og hinsegin-fræðslu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá Austurbæjarskóla en ungmennaráð Miðbæjar og Hlíða lagði meðal annars fram tillögu á fundinum í gær.
Frá Austurbæjarskóla en ungmennaráð Miðbæjar og Hlíða lagði meðal annars fram tillögu á fundinum í gær. vísir/e.ól.
Fulltrúar Reykjavíkurráðs ungmenna funduðu með borgarstjórn Reykjavíkur í gær og lögðu fram ýmsar tillögur um það sem þau telja að betur megi fara í borginni. Þannig lögðu fulltrúar ungmennaráðs Kjalarness fram tillögu um aukna þjónustu við flóttamenn og umsækjendur um alþjóðlega vernd.

Lagt var til að borgin fari fyrir lok þessa árs yfir verklag sitt er varðar móttöku flóttamanna og umsækjenda um alþjóðlega og auki fræðslu um málefni þessara hópa. Þá vilja ungmennin að flóttamönnum og umsækjendum verði tryggt aðgengi að nauðsynlegri skilgreindri þjónustu.

Fulltrúar í ungmennaráði Miðborgar og Hlíða lögðu til að skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar auki og bæti hinsegin-fræðslu í grunnskólum borgarinnar ekki seinna en á skólaárinu 2017 til 2018.

Þá lögðu fulltrúar í ungmennaráði Vesturbæjar til að skóla-og frístundasvið sjái til þess að í mötuneytum grunnskólanna verði úrval af grænmetis-og veganmat aukið og að það verði tryggt að innihaldslýsing matvæla verði aðgengileg nemendum og foreldrum ekki seinna en skólaárið 2017 til 2018.

Fulltrúar úr ungmennaráði Grafarvogs lögðu svo til að Reykjavíkurborg „bjóði upp á fagmannlega geðfræðslu fyrir nemendur á mið-og grunnskólastigi í grunnskólum Reykjavíkurborgar frá og með hausti 2019 með stuðningi skóla-og frístundasviðs,“ eins og segir í tillögunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×