Íslenski boltinn

Fjórði Daninn til Vals

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bøgild í baráttu við Sölva Geir Ottesen í leik Randers og SönderjyskE fyrir átta árum.
Bøgild í baráttu við Sölva Geir Ottesen í leik Randers og SönderjyskE fyrir átta árum. vísir/getty
Bikarmeistarar Vals hafa samið við danska framherjann Nicolas Bøgild um að leika með liðinu í sumar. Þetta kemur fram á bold.dk.

Bøgild, sem er nýorðinn 29 ára, var síðast á mála hjá danska B-deildarliðinu Vendsyssel.

Bøgild hefur glímt við hnémeiðsli að undanförnu en í samtali við bold.dk segist hann hlakka til að byrja spila aftur.

Bøgild skoraði fjögur mörk í 31 deildarleik fyrir Vendsyssell. Hann hefur einnig leikið með Randers og Skive á ferlinum.

Fyrir eru þrír Danir hjá Val; Rasmus Christiansen, Nicolaj Hansen og Nicolaj Köhlert.


Tengdar fréttir

Sindri samdi við Valsmenn

Hinn tvítugi Sindri Scheving er kominn aftur til Íslands frá Englandi og samdi við uppeldisfélag sitt, Val.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×