Íslenski boltinn

Ólafur: Erum að leita að nýjum leikmönnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, segist vera í leikmannaleit.

Valsmenn hafa misst sterka leikmenn í vetur. Kristinn Freyr Sigurðsson, besti leikmaður Pepsi-deildar karla í fyrra, fór til Sundsvall og þá koma Danirnir Andreas Albech og Kristian Gaarde ekki aftur.

Valur samdi í gær við Sindra Scheving og danska framherjann Nicolas Bøgild. En Valsmenn eru hvergi nærri hættir á leikmannamarkaðinum.

„Við misstum þrjá mjög góða leikmenn. Við erum að leita að nýjum mönnum og það gengur ágætlega,“ sagði Ólafur í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.

„Það er þokkalega langt í mótið núna. Þessir leikmenn sem við misstum fóru erlendis og við grátum það ekki. Við erum ánægðir ef leikmenn frá okkur fara í atvinnumennsku. Það er viðurkenning á okkar störfum,“ bætti Ólafur við.

Fréttina má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Sindri samdi við Valsmenn

Hinn tvítugi Sindri Scheving er kominn aftur til Íslands frá Englandi og samdi við uppeldisfélag sitt, Val.

Fjórði Daninn til Vals

Bikarmeistarar Vals hafa samið við danska framherjann Nicolas Bøgild um að leika með liðinu í sumar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira