Sport

Töframaður fíflaði UFC-stjörnurnar upp úr skónum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það er boðið upp á tvöfaldan skammt af Embedded, upphitunarþætti fyrir UFC 209, á Vísi í dag.

Allar fjórar stærstu stjörnur eru eðlilega komnar til Las Vegas en það var opin æfing fyrir aðdáendur í gær.

Fylgst er með köppunum við hina og þessa iðju. Þeir æfa og fara í meðferðir, gufubað og bara nefndu það.

Við komuna í T-Mobile Arena þá hittu þeir töframanninn Michael Blau. Sá fíflaði þá upp úr skónum.

Khabib Nurmagomedov hitti líka Mike Tyson og sýndi myndbönd af því.

Sjá má þátt númer þrjú hér að ofan en fjórði þátturinn er hér að neðan.


Tengdar fréttir

Khabib lét Cormier kalla sjálfan sig aumingja

Í nýjasta upphitunarþætti fyrir UFC 209 hleypur Daniel Cormier, heimsmeistari í léttþungavigt, brjálaður á eftir Khabib Nurmagomedov sem keppir um bráðabirgðabeltið í léttvigt um helgina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira