Körfubolti

Sjáið flautukörfurnar hjá Brynjari og Herði Axel í kvöld | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

KR vann tveggja stiga sigur á Keflavík í hörkuleik í DHL-höllinni í Domino´s deild karla í kvöld en Keflvíkingar voru næstum því búnir að stela sigrinum í lokin.

Á endanum munaði miðju-þristi Brynjars Þórs Björnssonar í lok fyrri hálfleiksins. Brynjar Þór átti stórleik og skoraði 26 stig en skapið hans gaf Keflvíkingur tækifæri á að tryggja sér sigur í lokin.

Keflvíkingum tókst ekki að nýta sér það og það munaði því tveimur stigum á liðunum. Þá kom sér vel að fá þessa þriggja stiga flautukörfu fyrir hálfleik.

Brynjar Þór kom KR þá í 47-38 með því að skora frá miðju en þetta var fimmti þristur hans í fyrri hálfleiknum. Brynjar skoraði alls sjö þriggja stiga körfur í leiknum.  

Leikurinn var í beinni á Stöð 2 Sport og dómararnir fóru yfir sjónvarpupptökur áður en þeir dæmdu körfuna góða.

Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði einnig flautukörfu en hann skoraði tveggja stiga körfu í lok þriðja hluthlutans og minnkaði þá muninn í ellefu stig, 69-58.

Það er hægt að sjá báðar þessar körfur hér fyrir neðan.


Tengdar fréttirFleiri fréttir

Sjá meira


Mest lesið