Körfubolti

Sjáið flautukörfurnar hjá Brynjari og Herði Axel í kvöld | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

KR vann tveggja stiga sigur á Keflavík í hörkuleik í DHL-höllinni í Domino´s deild karla í kvöld en Keflvíkingar voru næstum því búnir að stela sigrinum í lokin.

Á endanum munaði miðju-þristi Brynjars Þórs Björnssonar í lok fyrri hálfleiksins. Brynjar Þór átti stórleik og skoraði 26 stig en skapið hans gaf Keflvíkingur tækifæri á að tryggja sér sigur í lokin.

Keflvíkingum tókst ekki að nýta sér það og það munaði því tveimur stigum á liðunum. Þá kom sér vel að fá þessa þriggja stiga flautukörfu fyrir hálfleik.

Brynjar Þór kom KR þá í 47-38 með því að skora frá miðju en þetta var fimmti þristur hans í fyrri hálfleiknum. Brynjar skoraði alls sjö þriggja stiga körfur í leiknum.  

Leikurinn var í beinni á Stöð 2 Sport og dómararnir fóru yfir sjónvarpupptökur áður en þeir dæmdu körfuna góða.

Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði einnig flautukörfu en hann skoraði tveggja stiga körfu í lok þriðja hluthlutans og minnkaði þá muninn í ellefu stig, 69-58.

Það er hægt að sjá báðar þessar körfur hér fyrir neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira