Sturla Atlas og 66°Norður frumsýna samstarf sitt í dag

03. mars 2017
skrifar

Í dag fer á sölu lína sem gerð 66°Norður framleiðir í samstarfi við hljómsveitina Sturla Atlas. Línan inniheldur flíspeysur og hanska en þó aðeins í afar takmörkuðu upplagi. 

Hægt verður að nálgast vörurnar í verslun 66° Norður á laugaveginum frá klukkan 19 til 21 í dag. Í lok kvöldsins munu svo Sturla Atlas spila efni af nýju plötu þeirra sem kemur út seinna í mánuðinum. 

Hér fyrir neðan má berja samstarfið augum ásamt laginu Time sem er fyrsta lagið sem gefið er út af plötunni. Ljósmyndarinn Kjartann Hreinsson tók myndirnar. Mynd/Kjartan Hreinsson


Mynd/Kjartan HreinssonMynd/Kjartan Hreinsson