Fótbolti

Torres er á batavegi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Torres liggur hér á vellinum í gær.
Torres liggur hér á vellinum í gær. vísir/epa
Spænski framherjinn Fernando Torres meiddist illa í leik Atletico  og Deportivo í gær og var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa misst meðvitund. Hann fékk þá slæmt höfuðhögg.

Ástand hans er sagt vera stöðugt og hann er með meðvitund. Fyrstu rannsóknir hafa leitt í ljós að það amar ekkert alvarlegt að honum.

„Þetta leit verr út en það var. Ég vonast til að koma aftur á völlinn fljótlega,“ segir í yfirlýsingu frá Torres.

Sjá einnig: Torres missti meðvitund og var fluttur á sjúkrahús

Það fór um alla á vellinum enda var stumrað lengi yfir Torres áður en hann yfirgaf völlinn í sjúkrabíl.

„Við vorum hræddir og stressaðir er þetta gerðist. Við heyrðum höggið frá bekknum og sáum hvernig hann féll til jarðar. Þetta var mjög ógnvekjandi,“ sagði Diego Simeone, þjálfari Atletico, eftir leik.

Það var góð sjón fyrir stuðningsmenn Atletico að sjá þessa mynd að neðan en hún var tekin í morgun er Torres yfirgaf sjúkrahúsið. Hann mun svo mæta í frekari rannsóknir síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×