Viðskipti erlent

Bitcoin orðin dýrari en gull

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty

Rafmyntin Bitcoin fór í gær í fyrsta sinn yfir gull í verði. Við lokun markaða í gær kostaði Bitcoin 1.268 dali, um 136 þúsund krónur, og únsa af gulli kostaði 1.233 dali. Nýjasta hækkun gjaldmiðilsins er rakin til mikillar eftirspurnar í Kína. Gull hefur þó átt erfiða viku og hefur lækkað í verði.

Undanfarna tólf mánuði hefur gengi Bitcoin hækkað um rúm 214 prósent. Gull hefur lækkað um eitt prósent á sama tíma.

BBC segir frá því að í byrjun ársins hafi yfirvöld í Kína hafi ákveðið að taka á ólöglegu flæði fjármagns úr landinu með Bitcoin og lækkaði gengi miðilsins í kjölfar þeirra aðgerða. Hann hefur þó aftur náð fyrri hæðum og rúmlega það.

Bitcoin heillar marga vegna nafnleyndarinnar sem notkun gjaldmiðilsins bíður upp á og vegna þess að honum er ekki stýrt af stjórnvöldum. Eins og með svo margt annað byggir virði Bitcoin að mestu á því hvað fólk er tilbúið að borga fyrir það. Framboð og eftirspurn.

Bitcoin fór á markað í byrjun árs 2009. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira