Körfubolti

Kári með 14 stig í endurkomunni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fjórtán stig Kára dugðu Drexel ekki til sigurs.
Fjórtán stig Kára dugðu Drexel ekki til sigurs. vísir/getty

Kári Jónsson sneri aftur í lið Drexel eftir meiðsli og skoraði 14 stig þegar Drekarnir töpuðu 80-70 fyrir James Madison í háskólakörfuboltanum í Bandaríkjunum í nótt.

Kári hitti úr þremur af átta skotum sínum utan af velli og nýtti öll sex vítin sem hann tók.

Canisius, lið landsliðskvennanna Margrétar Rósu Hálfdánardóttur og Söru Rúnar Hinriksdóttur, tapaði 58-63 fyrir Quinnipiac í síðasta leik liðsins á tímabilinu.

Margrét Rósa skoraði átta stig en hún hitti úr þremur af fimm skotum sínum utan af velli.

Sara Rún hitti öllu verr en hún nýtti aðeins þrjú af 14 skotum sínum utan af velli. Hún skoraði sex stig, tók tvö fráköst og gaf tvær stoðsendingar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira