Innlent

Víglínan í heild sinni

Ritstjórn skrifar
Gestir Heimis Más Péturssonar fréttamanns í Víglínunni í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi í hádeginu í dag voru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins, Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra og Þórunn Sveinbjarnardóttir fyrrverandi umhverfisráðherra og formaður BHM.

Í næstu viku verður ár liðið frá því frægt viðtal var tekið við Sigmund Davíð um Panamaskjölin sem síðar leiddi til þess að hann sagði af sér sem forsætisráðherra og boðað var til kosninga áður en kjörtímabilið var úti.

Þá er ljóst að Íslendingar munu eiga erfitt með að uppfylla Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum og staðan á vinnumarkaði fékk á sig nýja mynd eftir að Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið sömdu um að framlengja kjarasamninga um eitt ár og skoruðu um leið á þá sem eftir eiga að semja við ríki og sveitarfélög á þessu ári að halda sig innan ramma SALEK samkomulagsins.

Sjá má þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Sigmundur Davíð segir að viðtalið fræga hafi í raun verið falsað

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins segir að frægt viðtal við hann, sem tekið var upp 11. mars á síðasta ári og hrundi af stað atburðarrás sem varð til þess að hann sagði af sér sem forsætisráðherra hafi í raun verið falsað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×