Körfubolti

Bless! Sjáðu frábæran varnarleik Hauks Helga | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Haukur Helgi og félagar eru á góðu skriði.
Haukur Helgi og félagar eru á góðu skriði. vísir/ernir

Haukur Helgi Pálsson sýndi mögnuð tilþrif þegar Rouen mætti Charleville-Mézières í Íslendingaslag í frönsku B-deildinni í körfubolta í gær.

Rouen vann leikinn 85-84 en þetta var fimmti sigur liðsins í síðustu sex leikjum. Á meðan hafa Martin Hermannsson og félagar í Charleville-Mézières tapað fimm leikjum í röð.

Haukur Helgi var með 11 stig, þrjú fráköst, fimm stoðsendingar og tvo stolna bolta í leiknum í gær.

Hann varði svo glæsilega skot frá leikmanni Charleville-Mézières þegar skammt var eftir af 1. leikhluta.

Þennan frábæra varnarleik Hauks Helga má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira