Körfubolti

Bless! Sjáðu frábæran varnarleik Hauks Helga | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Haukur Helgi og félagar eru á góðu skriði.
Haukur Helgi og félagar eru á góðu skriði. vísir/ernir

Haukur Helgi Pálsson sýndi mögnuð tilþrif þegar Rouen mætti Charleville-Mézières í Íslendingaslag í frönsku B-deildinni í körfubolta í gær.

Rouen vann leikinn 85-84 en þetta var fimmti sigur liðsins í síðustu sex leikjum. Á meðan hafa Martin Hermannsson og félagar í Charleville-Mézières tapað fimm leikjum í röð.

Haukur Helgi var með 11 stig, þrjú fráköst, fimm stoðsendingar og tvo stolna bolta í leiknum í gær.

Hann varði svo glæsilega skot frá leikmanni Charleville-Mézières þegar skammt var eftir af 1. leikhluta.

Þennan frábæra varnarleik Hauks Helga má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira