Körfubolti

Framlengingin: Háalvarlegt mál ef menn eru að leka upplýsingum vegna veðmála

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Framlengingin er fastur liður í Domino's Körfuboltakvöldi en þar takast sérfræðingar þáttarins á um fimm umræðuefni.

Hermann Hauksson og Fannar Ólafsson voru sérfræðingar í síðasta þætti. Þeir félagar fóru á flug þegar þeir ræddu um þær fréttir sem bárust í síðustu viku um að leikmenn væru að leka upplýsingum í aðstandendur veðmálasíðu.

Hermann og Fannar höfðu takmarkaðan húmor fyrir þessu athæfi.

„Ég myndi aldrei nokkurn tímann gera þetta. Þetta er algjörlega absúrd fyrir mér. Ég á bágt með að trúa þessu en það getur verið vankunnátta mín á þessum heimi,“ sagði Fannar.

„Þetta hefur ekkert með vankunnáttu að gera,“ sagði Hermann. „Þetta er fáránlegt. Auðvitað myndi maður aldrei gera þetta. Þetta er háalvarlegt mál.“

Framlenginguna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Er drápseðlið í Vesturbænum dáið?

Þrátt fyrir að vera á toppnum í Domino's deild karla hefur KR oft lent í kröppum dansi í vetur og átt í erfiðleikum með að klára leiki, nú síðast gegn Keflavík.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira