Körfubolti

Framlengingin: Háalvarlegt mál ef menn eru að leka upplýsingum vegna veðmála

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Framlengingin er fastur liður í Domino's Körfuboltakvöldi en þar takast sérfræðingar þáttarins á um fimm umræðuefni.

Hermann Hauksson og Fannar Ólafsson voru sérfræðingar í síðasta þætti. Þeir félagar fóru á flug þegar þeir ræddu um þær fréttir sem bárust í síðustu viku um að leikmenn væru að leka upplýsingum í aðstandendur veðmálasíðu.

Hermann og Fannar höfðu takmarkaðan húmor fyrir þessu athæfi.

„Ég myndi aldrei nokkurn tímann gera þetta. Þetta er algjörlega absúrd fyrir mér. Ég á bágt með að trúa þessu en það getur verið vankunnátta mín á þessum heimi,“ sagði Fannar.

„Þetta hefur ekkert með vankunnáttu að gera,“ sagði Hermann. „Þetta er fáránlegt. Auðvitað myndi maður aldrei gera þetta. Þetta er háalvarlegt mál.“

Framlenginguna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Er drápseðlið í Vesturbænum dáið?

Þrátt fyrir að vera á toppnum í Domino's deild karla hefur KR oft lent í kröppum dansi í vetur og átt í erfiðleikum með að klára leiki, nú síðast gegn Keflavík.
Fleiri fréttir

Sjá meira