Körfubolti

Stórleikur Elvars dugði ekki til | Kristófer hefur lokið leik með Furman

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elvar skoraði 31 stig gegn Palm Beach.
Elvar skoraði 31 stig gegn Palm Beach. vísir/getty

Elvar Már Friðriksson og félagar í Barry töpuðu á grátlegan hátt fyrir Palm Beach, 95-97, í undanúrslitum Sunshine State deildarinnar í háskólakörfuboltanum í Bandaríkjunum í nótt.

Elvar hefur átt magnað tímabil með Barry og hann stóð heldur betur fyrir sínu í leiknum í nótt.

Njarðvíkingurinn var stigahæstur á vellinum með 31 stig. Hann tók einnig þrjú fráköst og gaf fimm stoðsendingar.

Þessi frábæra frammistaða Elvars dugði þó ekki til sigurs því lið Barry þurfti að játa sig sigrað eftir framlengingu.

Kristófer Acox lék sinn síðasta leik fyrir Furman þegar liðið tapaði nokkuð óvænt, 63-67, fyrir Samford í 8-liða úrslitum SoCon deildarinnar.

Kristófer skoraði aðeins þrjú stig í leiknum en tók hins vegar 13 fráköst, flest allra á vellinum.

Jón Axel Guðmundsson lét lítið að sér kveða þegar Davidson tapaði 73-70 fyrir Rhode Island.

Grindvíkingurinn skoraði tvö stig og gaf eina stoðsendingu en nældi sér hins vegar í fimm villur.


Tengdar fréttir

Ég ligg ekki bara í sólbaði

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson hefur farið á kostum með Barry-háskólanum í Miami. Hann var kjörinn besti leikmaður SSC-deildarinnar og er á leið í úrslitahelgi þar sem hann ætlar alla leið.

Frábær vika hjá Elvari varð ennþá betri

Er hægt að spila betur en Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson gerði með Barry-háskólanum í bandaríska háskólakörfuboltanum í síðustu viku? Það er í það minnsta ekki á færi allra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira