Erlent

Íbúar Venesúela flokki rusl fyrir sársvanga

Matvælaskortur er viðvarandi í Venesúela.
Matvælaskortur er viðvarandi í Venesúela. Vísir/EPA
Klerkur í Venesúela hefur biðlað til fólks að merkja greinilega sorppoka sem ekki innihalda matarafganga. Er það gert til að auðvelda þeim lífið sem reiða sig á úrgang til að nærast.

Faðir José Palmar, kaþólskur prestur og andstæðingur forsetans Nicolas Maduro, sendi þessi ummæli frá sér á Twitter.

Efnahagsástandið í Venesúela hefur verið ömurlegt undanfarna mánuði og er skortur á lyfjum og mat í landinu. Smyglarar stunda það nú að koma matvælum ólöglega yfir landamærin og selja þau sársvöngum á svörtum markaði. Gjaldmiðill landsins, bólívarinn, er verðlaus og ekki eiga allir dollara til að kaupa smyglvarninginn. Þeir verða því að treysta á afganga annarra. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir

Venesúelabúar gefa börn vegna ástandsins

Gríðarleg ringulreið ríkir nú í Venesúela vegna seðlaskorts en ákveðið hefur verið að taka algengasta seðil landsins úr umferð. Verðbólga hefur aukist um 500 prósent á undanförnum misserum og eru fjölskyldur farnar að gefa börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×