Körfubolti

Ótrúleg sigurkarfa hjá Degi Kár í Síkinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það vantaði ekkert upp á dramatíkinu í Síkinu í gær er Grindavík vann magnaðan sigur á Tindastóli.

Stólarnir töldu sig líklega vera á leið í framlengingu er Antonio Hester jafnaði leikinn fyrir þá fjórum sekúndum fyrir leikslok.

Dagur Kár Jónsson var aftur á móti að drífa sig heim og því óð hann upp völlinn og skoraði hreint magnaða sigurkörfu með tvo leikmenn Tindastóls fyrir framan sig.

Er Dagur er rétt búinn að sleppa boltanum heyrist flautið og boltinn fer svo ofan í körfuna. Grindvíkingar ærast síðan af fögnuði og það skiljanlega.

Sigurkörfuna geggjuðu má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttirFleiri fréttir

Sjá meira