Erlent

FBI hafnar ásökunum Trump um hleranir

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
James Comey, yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar
James Comey, yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar Vísir/Getty
James Comey, yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hafnar ásökunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta að Barack Obama, forveri hans í starfi, hafi fyrirskipað að símar Trump skyldu hleraðir.

Í frétt BBC segir að Comey hafi beðið dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að hafna ásökunum forsetans vegna þess að þær gefi í skyn að FBI hafi brotið lög. Ráðuneytið hefur ekki tjáð sig um málið.

Afstaða Comey hefur vakið athygli vestanhafs, enda ekki algengt að yfirmaður alríkislögreglunnar hafni ummælum sitjandi forseta svo opinberlega.

Trump setti fram ásakanirnar um hlerun Obama í röð tísta án þess þó að leggja fram sönnunargögn. Talsmaður Obama hefur vísað ásökununum á bug. Þá hefur verið kallað eftir því að Trump styðji ásakanir sínar með gögnum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×