Innlent

Sést ekki mikið til sólar þrátt fyrir hlýnandi veður

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Búast má við hlýnandi veðri í dag og á morgun miðað við þar sem verið hefur.
Búast má við hlýnandi veðri í dag og á morgun miðað við þar sem verið hefur. Vísir/Vilhelm

Búast má við hlýnandi veðri í dag og á morgun miðað við þar sem verið hefur. Hins vegar mun ekki sjást mikið til sólar og er von á einhverri úrkomu, einkum suðaustantil.

Einnig er gert ráð fyrir éljum og sums staðar á Vestfjörðum er von á slydduéljum. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Norðan 5-10 og él á Vestfjörðum en hæg suðlæg eða breytileg átt annars staðar. Dálítil rigning sunnantil en bjart með köflum norðantil. Hiti 1 til 5 stig en vægt frost í innsveitum.

Á miðvikudag:
Norðan og norðvestan 5-10, en 8-13 m/s seinnipartinn. Vætusamt á Austfjörðum en snjókoma norðan- og norðvestantil undir kvöld. Bjart með köflum suðvestanlands. Hiti 0 til 4 stig en um eða undir frostmarki norðanlands.

Á fimmtudag:
Norðan 8-18 m/s, hvassast við A-ströndina. Snjókoma á norðanverðu landinu en bjartviðri sunnan jökla. Frost 0 til 8 stig en frostlaust við suðurströndina.

Á föstudag:
Útlit fyrir hæga breytilega átt, bjartviðri og 2 til 7 stig frost fyrir norðan en hita um eða undir frostmarki syðra.

Á laugardag:
Austlæg átt og yfirleitt þurrt. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag:
Líkur á suðaustanátt með vætu sunnantil, en dálítilli snjókomu eða slyddu fyrir norðan þegar líður á daginn. Hlýnar í bili.
Fleiri fréttir

Sjá meira