Innlent

Sést ekki mikið til sólar þrátt fyrir hlýnandi veður

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Búast má við hlýnandi veðri í dag og á morgun miðað við þar sem verið hefur.
Búast má við hlýnandi veðri í dag og á morgun miðað við þar sem verið hefur. Vísir/Vilhelm

Búast má við hlýnandi veðri í dag og á morgun miðað við þar sem verið hefur. Hins vegar mun ekki sjást mikið til sólar og er von á einhverri úrkomu, einkum suðaustantil.

Einnig er gert ráð fyrir éljum og sums staðar á Vestfjörðum er von á slydduéljum. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Norðan 5-10 og él á Vestfjörðum en hæg suðlæg eða breytileg átt annars staðar. Dálítil rigning sunnantil en bjart með köflum norðantil. Hiti 1 til 5 stig en vægt frost í innsveitum.

Á miðvikudag:
Norðan og norðvestan 5-10, en 8-13 m/s seinnipartinn. Vætusamt á Austfjörðum en snjókoma norðan- og norðvestantil undir kvöld. Bjart með köflum suðvestanlands. Hiti 0 til 4 stig en um eða undir frostmarki norðanlands.

Á fimmtudag:
Norðan 8-18 m/s, hvassast við A-ströndina. Snjókoma á norðanverðu landinu en bjartviðri sunnan jökla. Frost 0 til 8 stig en frostlaust við suðurströndina.

Á föstudag:
Útlit fyrir hæga breytilega átt, bjartviðri og 2 til 7 stig frost fyrir norðan en hita um eða undir frostmarki syðra.

Á laugardag:
Austlæg átt og yfirleitt þurrt. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag:
Líkur á suðaustanátt með vætu sunnantil, en dálítilli snjókomu eða slyddu fyrir norðan þegar líður á daginn. Hlýnar í bili.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira