Körfubolti

Engin tónlist í Madison Square Garden

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Melo saknaði stemningarinnar.
Melo saknaði stemningarinnar. vísir/getty
Sú tilraun NY Knicks að hafa enga tónlist og engin skemmtiatriði í fyrri hálfleik gegn Golden State í nótt sló ekki beint í gegn hjá leikmönnum liðanna.

Það var ekki einu sinni spiluð tónlist er liðin voru kynnt til leiks. Í leikhléum var bara þögn í húsinu og stemningin ákaflega skrýtin.

„Þetta var ömurlegt og fáranlegt. Þetta breytti flæðinu í leiknum. Bara breytti öllu,“ sagði Draymond Green, leikmaður Golden State.





„Við erum vanir því að umgjörðin sé á ákveðinn hátt og mér finnst það vera vanvirðing hjá Knicks að breyta því öllu svona. Þetta er skemmtun og það á ekki að taka skemmtunina af fólkinu og leikmönnum. Þeir þurfa að henda þessari hugmynd í ruslið því þetta var rusl.“

Knicks hefur ekki viljað tjá sig um málið og segja hver hafi átt þessa umdeildu hugmynd.

Carmelo Anthony, leikmaður Knicks, vildi ekki drulla yfir sitt félag en sagði að þetta hefði verið öðruvísi.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×