Stella McCartney heiðraði minningu George Michael á tískuvikunni

06. mars 2017
skrifar

Það var svo sannarlega mikið stuð á tískusýningu Stellu McCartney í París í dag. Eftir sýninguna komu allar fyrirsæturnar fram og sungu og dönsuðu við lagið Faith með George Michael. 

George lést á jóladag fyrir rúmum tveimur mánuðum. Uppákoman vakti mikla athygli hjá gestum sýningarinnar enda verið að heiðra virtann listamann sem og lagið sjálft er einstaklega kröftugt og skemmtilegt. 

Slíkar uppákomur á tískusýningum eru sjaldséðar. George Michael hafði mikil áhrif á tískuheiminn og því vel við hæfi að halda uppi minningu hans á þennan hátt. 


Dancing at @stellamccartney. #pfw #wwdfashion

A post shared by WWD (@wwd) on