Innlent

Fimm sjálfsvíg fanga frá 2001

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Frá Litla-Hrauni.
Frá Litla-Hrauni. Vísir/Vilhelm
Sjö manns hafa látist í fangelsum landsins frá árinu 2001, þar af fimm eftir sjálfsvíg. Formaður Afstöðu, félags fanga, segir þetta viðbúið meðan sálgæsla er takmörkuð.

Fangi í Akureyrarfangelsi fannst meðvitundarlaus í klefa sínum í gær eftir tilraun til sjálfsvígs. Tilraunin var mikið sjokk fyrir starfsfólk þar.

„Á meðan það eru engir sálfræðingar sem sinna föngum þá endar þetta alltaf svona. Á Akureyri fá menn til dæmis engin sálfræðiviðtöl, aldrei,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu.

„Það þarf að laga hlutina og það þarf að fá þá sálfræðinga sem vinna hjá stofnuninni á gólfið,“ segir Guðmundur sem tekur þó fram að starfsfólkið á Akureyri sé einstaklega hæft og leggi sig fram í samskiptum við fanga.

„Þannig að ég átti frekar von á þessu annars staðar,“ segir Guðmundur Ingi.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×