Handbolti

Fabregas á leiðinni til Barcelona

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fabregas í leiknum gegn Íslandi á HM.
Fabregas í leiknum gegn Íslandi á HM. vísir/getty

Franska blaðið L'Equipe segist hafa heimildir fyrir því að línumaðurinn magnaði Ludovic Fabregas sé á leið til Barcelona.

Þessi tvítugi landsliðsmaður Frakklands spilar með Montpellier í heimalandinu. Samningur hans við franska félagið rennur út í sumar.

Montpellier reyndi að halda honum og PSG bauð þessum magnaða leikmanni einnig samning. L'Equipe segir aftur á móti að hann hafi frekar viljað fara til Barcelona.

Strákurinn sýndi magnaða takta á HM í janúar og ljóst að hann verður einn besti línumaður heims næstu fimmtán árin eða svo.

Fabregas verður þá annar leikmaðurinn sem Barcelona fær frá Montpellier en Barcelona er líka búið að semja við slóvensku skyttuna Jure Dolenec.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira