Fyrirsætur í auglýsingu Saint Laurent sagðar of grannar

07. mars 2017
skrifar

Franska tískuhúsið Saint Laurent hefur þurft að sæta mikilli gagnrýni fyrir nýjustu auglýsingaherferð sína. Fólk telur fyrirsæturnar sem notaðar eru alltof grannar og segja auglýsingarnar niðurlægjandi fyrir konur. Þetta segja ARPP samtökin í frakklandi eða L'Autorité de Régulation Professionnelle de la Publicité, sem eiga að hafa yfirumsjón með þessum málum í Frakklandi.  

Saint Laurent hefur áður verið sakað um að nota of grannar fyrirsætur og eitt sinn var auglýsing þeirra bönnuð í Bretlandi. ARPP segja auglýsingarnar senda röng skilaboð til ungra kvenna og að þetta gæti skaðað ímynd þeirra á kvennmannslíkamanum. 

Mynd/Skjáskot