Innlent

Fanginn sem fannst meðvitundarlaus í fangelsinu á Akureyri látinn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fangelsið á Akureyri.
Fangelsið á Akureyri. vísir/auðunn
Fanginn, sem fannst meðvitundarlaus í klefa sínum í fangelsinu á Akureyri er látinn. Hann hét Eiríkur Fannar Traustason og afplánaði fimm ára dóm fyrir alvarlegt kynferðisbrot. RÚV greinir frá.

Var hann fluttur á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri á laugardag. Talið er að hann hafi framið sjálfsvíg.

Eiríkur Fannar fékk hlé frá afplánun á dómi sínum á síðasta af persónulegum ástæðum. Meðganga konu hans með tvíbura hafði ekki gengið að óskum og var öðru barninu um tíma vart hugað líf. Afplánun hans hófst að nýju í upphafi ársins.

Fimm sjálfsvíg frá 2001

Sjö manns hafa látist í fangelsum landsins frá árinu 2001, þar af fimm eftir sjálfsvíg. Formaður Afstöðu, félags fanga, segir í Fréttablaðinu í dag að þetta sé viðbúið meðan sálgæsla sé takmörkuð.

„Á meðan það eru engir sálfræðingar sem sinna föngum þá endar þetta alltaf svona. Á Akureyri fá menn til dæmis engin sálfræðiviðtöl, aldrei,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu.

„Það þarf að laga hlutina og það þarf að fá þá sálfræðinga sem vinna hjá stofnuninni á gólfið,“ segir Guðmundur sem tekur þó fram að starfsfólkið á Akureyri sé einstaklega hæft og leggi sig fram í samskiptum við fanga. 

„Þannig að ég átti frekar von á þessu annars staðar,“ segir Guðmundur Ingi.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×