Formúla 1

Felipe Massa fljótastur á fyrsta degi seinni æfingalotu

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Felipe Massa fór hraðast allra í dag á Williams bílnum.
Felipe Massa fór hraðast allra í dag á Williams bílnum. Vísir/Getty

Felipe Massa á Williams var fljótastur á fyrsta degi af fjórum í seinni æfingalotunni fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Massa fór auk þess flesta hringi ásamt Sebastian Vettel á Ferrari.

Báðir fóru Massa og Vettel 168 hringi um brautina í Katalóníu. Þeir óku því hvor um sig rúmlega tvær og hálfar keppnisvegalengdir.

Daniel Ricciardo varð annar fljótastur á Red Bull bílnum. Vettel var þriðji fljótastur en á harðari og hægari dekkjum en hinir tveir sem hraðar fóru.

Mercedes mennirnir Lewis Hamilton og Valtteri Bottas voru fjórðu og fimmtu í dag. Hamilton fór 49 hringi en Bottas 86.

Pascal Wehrlein fékk sinn fyrsta skammt í 2017 bílnum hjá Sauber liðinu í dag. Hann snéri aftur til aksturs eftir meiðsli sem héldu honum frá fyrri æfingalotunni.

Stoffel Vandoorne átti brösóttan dag í McLaren bílnum. Vísir/Getty

Vandamál McLaren héldu áfram en þó er vert að taka fram að Stoffel Vandoorne fór 80 hringi í bílnum. Þó settu bilarnir strik í reikninginn hjá liðinu í dag. Honda vélin er enn að valda vandræðum.

Renault liðið átti versta daginn af öllum liðum í dag. Jolyon Palmer kom bílnum 15 hringi og var hægastur allra. Hann var rúmum fimm sekúndum á eftir Massa.

Æfingar halda áfram á morgun og Vísir fylgist áfram með.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira