Körfubolti

Stór áfangi á ferli Nowitzki | Myndbönd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dirk var vel fagnað í nótt.
Dirk var vel fagnað í nótt. vísir/getty

Þjóðverjinn Dirk Nowitzki varð í nótt aðeins sjötti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar sem nær því að skora yfir 30 þúsund stig á ferlinum.

Hann er þar með kominn í hóp með Kareem Abdul-Jabbar, Wilt Chamberlain, Karl Malone, Michael Jordan og Kobe Bryant.

Áfanginn náðist í sigurleik þar sem Nowitzki var með tvöfalda tvennu. 25 stig og 12 fráköst.

Russell Westbrook bætti persónulegt met er hann skoraði 58 stig fyrir Oklahoma City Thunder í nótt en því miður fyrir hann þá dugði það ekki til sigurs.

Hér að neðan má sjá er Nowitzki nær þessum stóra áfanga sem og fleiri eftirminnilega tilþrif á hans ferli.

Úrslit:

Oklahoma-Portland  121-126
Dallas-LA Lakers  122-111
Phoenix-Washington  127-131

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira