Viðskipti erlent

Lítil óhrædd stúlka til höfuðs nauti Wall Street

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Óhrædda stúlkan er stytta eftir listakonuna Kristen Visbal.
Óhrædda stúlkan er stytta eftir listakonuna Kristen Visbal. Vísir/EPA

State Street Global Advisors, þriðja stærsta eignastýringafyrirtæki heims, hefur nú látið reisa styttu af ungri stúlku á móti hinu heimsfræga nauti Wall Street í New York. 

Styttunni er ætlað að minna fyrirtæki á að auka vægi kvenna í stjórnum þeirra en fyrirtækið segist ekki vilja eiga í viðskiptum við fyrirtæki þar sem engar konur sitja í stjórn. 

Styttan birtist í gær í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna, sem haldinn er hátíðlegur um heim allan í dag. Búist er við því að hún fái að standa í einn mánuð.

Hið fræga naut Wall Street. Vísir/Getty

Styttunni var komið fyrir í skjóli nætur og rímar það við andstæðing hennar. Listamaðurinn Arturo Di Modica kom styttunni af nautinu fyrir í skjóli nætur árið 1989 og átti það að vera tákn um styrk New York borgar eftir verðbréfahrun ársins 1987.

Styttan heitir Óhrædda stúlkan og er eftir listakonuna Kristen Visbal. Á merkingu fyrir framan hana stendur „Þekktu máttinn af konum í forystu“ og „hún skiptir máli.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira