Körfubolti

Stórkostleg viðbrögð leigubílstjóra sem sótti Wade | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Wade er enn vinsæll í Miami.
Wade er enn vinsæll í Miami. vísir/getty

NBA-stjarnan Dwyane Wade tók upp frábært myndband af leigubílstjóra sem sótti hann í Miami í gær.

Wade var að spila í Miami með félögum sínum í Chicago Bulls og hafði leigt veitingastað fyrir liðið til þess að borða á.

Wade öllum hnútum kunnugur í Miami eftir árin sín þar.

Leigubílstjórinn var ekki lítið hissa er hann sá hver var kominn inn í bílinn. Sem betur fer fyrir okkur hin þá var Wade með símann á lofti og tók nokkur góð snöpp. Stjarnan virtist hafa gaman af þessu öllu.

Sjón er sögu ríkari en myndbandið má sjá hér að neðan.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira