Körfubolti

Kaleo sett á fóninn í Dallas þegar Dirk skoraði 30.000 stigið | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Dirk Nowitzki er einn besti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar.
Dirk Nowitzki er einn besti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar. vísir/getty

Þýski körfuboltamaðurinn Dirk Nowitzki varð í nótt sjötti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar sem skroar yfir 30.000 stig. Hann er í hóp með Kareem Abdul-Jabbar, Wilt Chamberlain, Karl Malone, Michael Jordan og Kobe Bryant.

Nowitzki náði þessum merka áfanga í sigurleik á móti Los Angeles Lakers þar sem hann skoraði 25 stig og tók tólf fráköst.

Sá þýski er án nokkurs vafa besti leikmaður í sögu Dallas Mavericks en hann var kjörinn besti leikmaður deildarinnar árið 2007 og var besti leikmaður lokaúrslitanna árið 2011 þegar Dirk leiddi Dallas til sigurs í NBA-deildinni á móti LeBron James og Miami Heat.

Um leið og Dirk setti niður glæsilegt skot úr teignum sem kom honum yfir 30.000 stigin var spilað tæplega tveggja mínútna langt myndband í American Airlines-höll Dallas-liðsins þar sem stiklað var á stóru á ferli Þjóðverjans.

Ísland kemur aðeins við sögu í myndbandinu því lagið sem er spilað undir því er Way Down We Go með Mosfellingunum í Kaleo sem eru orðnir ansi vinsælir vestanhafs.

Hér að neðan má sjá myndbandið sem spilað var til heiðurs Dirks Nowitzki undir ljúfum tónum Kaleo.

NBA

Tengdar fréttir

Stór áfangi á ferli Nowitzki | Myndbönd

Þjóðverjinn Dirk Nowitzki varð í nótt aðeins sjötti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar sem nær því að skora yfir 30 þúsund stig á ferlinum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira