Innlent

Bjarni bakaði köku fyrir HeForShe átakið

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
"Þetta er kannski ekki framlag til listavikunnar en það er einhver sköpun í þessu,“ sagði Bjarni.
"Þetta er kannski ekki framlag til listavikunnar en það er einhver sköpun í þessu,“ sagði Bjarni.
„Það sem þið sjáið hér eru bleikar hendur. Það er ekki vegna þess að ég var að fjarlægja bleikt naglalakk, heldur vegna nokkurs sem ég hef gaman að gera – og gerði í gærkvöldi – sem er að baka kökur,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á setningu listaviku HeForShe átaksins í New York í dag.

Umræðustjórinn dró þá fram pakka sem innihélt bleika köku sem Bjarni hafði bakað, en kakan virðist hafa vakið mikla lukku í salnum. „Þetta er kannski ekki framlag til listavikunnar en það er einhver sköpun í þessu,“ sagði Bjarni, en hann birti eftirfarandi myndband af bakstrinum á Twitter-síðu sinni í dag.

Bjarni er einn af tíu þjóðarleiðtogum í forsvari fyrir átaki UN Women sem miðar að því að fá karlmenn um allan heim til þess að taka þátt í baráttunni fyrir jafnrétti „HeForShe 10x10x10 Impact Champions“. Um er að ræða tíu þjóðarleiðtoga, tíu forstjóra alþjóðlegra fyrirtækja og tíu háskólarektora.

Bjarni ræddi stöðu jafnréttismála í pallborðsumræðum í dag. Þar sagði hann að sífellt þurfi að huga að jafnréttismálum og benti meðal annars á að búið sé að festa þau mál í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Þá sé unnið að frumvarpi um jafnlaunavottun hjá stærri fyrirtækjum. „Við erum kannski númer eitt í heiminum, en verkinu er ekki lokið,“ sagði Bjarni.

Umræðurnar má sjá á 34 mínútu myndbandsins hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×