Handbolti

Þrettán marka sigur Kiel á gamla liðinu hans Alfreðs

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alfreð stýrði Kiel til sigurs á sínu gamla félagi í kvöld.
Alfreð stýrði Kiel til sigurs á sínu gamla félagi í kvöld. vísir/getty

Kiel komst aftur á sigurbraut þegar liðið vann öruggan 13 marka sigur á Gummersbach, 34-21, í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Með sigrinum minnkuðu lærisveinar Alfreðs Gíslasonar forskot Flensburg á toppnum niður í þrjú stig. Flensburg á þó leik til góða á Kiel.

Eins og lokatölurnar gefa til kynna var Kiel miklu sterkari aðilinn í leiknum í kvöld.

Staðan var 19-11 í hálfleik og á endanum munaði 13 mörkum á liðunum, 34-21.

Lukas Nilsson var markahæstur í liði Kiel með sjö mörk. Marko Vujin skoraði sex mörk og Nikola Bylik fimm.
Fleiri fréttir

Sjá meira