Handbolti

Þrettán marka sigur Kiel á gamla liðinu hans Alfreðs

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alfreð stýrði Kiel til sigurs á sínu gamla félagi í kvöld.
Alfreð stýrði Kiel til sigurs á sínu gamla félagi í kvöld. vísir/getty

Kiel komst aftur á sigurbraut þegar liðið vann öruggan 13 marka sigur á Gummersbach, 34-21, í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Með sigrinum minnkuðu lærisveinar Alfreðs Gíslasonar forskot Flensburg á toppnum niður í þrjú stig. Flensburg á þó leik til góða á Kiel.

Eins og lokatölurnar gefa til kynna var Kiel miklu sterkari aðilinn í leiknum í kvöld.

Staðan var 19-11 í hálfleik og á endanum munaði 13 mörkum á liðunum, 34-21.

Lukas Nilsson var markahæstur í liði Kiel með sjö mörk. Marko Vujin skoraði sex mörk og Nikola Bylik fimm.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira