Handbolti

Snorri Steinn markahæstur í Íslendingaslag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Snorri Steinn skoraði sex mörk.
Snorri Steinn skoraði sex mörk. vísir/getty

Nimes vann sex marka sigur á Cesson-Rennes, 30-24, í Íslendingaslag í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Þetta var mikilvægur sigur hjá Nimes sem var búið að tapa fjórum leikjum í röð fyrir leikinn í kvöld. Nimes er í 7. sæti deildarinnar.

Snorri Steinn Guðjónsson var markahæstur í liði Nimes með sex mörk. Fjögur þeirra komu af vítalínunni. Ásgeir Örn Hallgrímsson átti einnig góðan leik og skoraði fimm mörk.

Geir Guðmundsson skoraði þrjú mörk fyrir Cesson-Rennes sem er í 12. sæti deildarinnar. Guðmundur Hólmar Helgason lék ekki með liðinu vegna meiðsla.

Ólafur Guðmundsson skoraði fjögur mörk og Gunnar Steinn Jónsson tvö þegar Kristianstad vann öruggan sigur á Hammarby, 21-29, í sænsku úrvalsdeildinni. Arnar Freyr Arnarsson komst ekki á blað.

Kristianstad er í 5. sæti deildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira